

Hvað er núvitund?
Í núvitund vinna saman þrjár athyglisgáfur. Það þarf að æfa það eins og við æfum okkur á hljóðfæri, eða að leika eða að æfa íþróttir.
Einbeitning - sá hæfileiki að einblína á hvað þú vilt þegar þú vilt það.
Skýrleiki - að vita nákvæmlega hvað þú ert að upplifa, þegar þú upplifir það.
Jafnaðargeð/ró - þróa með sér að vera ónæmur fyrir áreiti í upplifun.
Heimild: Mindfulschools.com
Í núvitund felst að hugleiða. Núvitund eða gjörhygli er ákveðin tegund hugleiðsluforms og má líkja við fulla meðvitund þar sem maður tekur fullan þátt í andartakinu sem gerir manni kleift að meðtaka skilaboð frá nánasta umhverfi sem maður hefði annars kannski ekki gert. Hún gerir okkur kleift að ná að skynja, upplifa og njóta líðandi stundar. Það má tengja gjörhygli við dýpri lærdóm og aukna meðvitund fyrir sjálfinu í ólíkum aðstæðum (Frauman, 2010). Gjörhygli gengur einnig undir Hugmyndafræði hennar á rætur sínar að rekja til Austur-Indlands og kom þar fyrst fram fyrir 2500 18 árum. Gjörhygli hefur verið stunduð í klaustrum þar síðan og einnig í samfélögum Theravada Buddista í Suður-Asíu. Á síðustu áratugum hefur hún einnig orðið vinsæl á Vesturlöndum og þá einkum út frá hugmyndafræði Jon Kabat Zinn framkvæmdastjóra miðstöðvar um Núvitund í læknisfræði, heilbrigðis- og félagsmálum við Háskólann í læknisfræðum í Massachusett (Lau og Hue, 2011).
Heimild: Megir þú blómstra - Jákvæð sálfræði og gjörhygli í lífsleiknikennslu grunnskóla. Höfundur: Dóra Guðrún Þórarinsdóttir
Sálfræðingur sem var að kenna á streitustjórnunarnámskeiði lyfti upp glasi af vatni og allir gerðu ráð fyrir því að fá spurninguna ,,er glasið hálf fullt eða hálftómt?". Í staðinn, brosti hún og spurði ,,hversu þungt er þetta glas?". Hún fékk nokkur svör á bilinu 50 gr. upp í 120 gr.
Hún svaraði; ,,raunveruleg þyngd skiptir ekki máli. Það skiptir máli hversu lengi ég held á glasinu. Ef ég held á því í eina mínútu þá skiptir það litlu máli, ef ég held á því í klukkutíma þá fer ég að finna fyrir því og mér verður illt í hendinni. Ef ég held á því í heilan dag þá verður handleggurinn minn dofinn og máttlaus. Í hverju tilfelli, þá hefur þyngdin á glasinu ekkert breyst, en því lengur sem ég held á glasinu, þeim mun þyngra verður það."
Hún hélt áfram: ,,Streita og áhyggjur í lífinu eru eins og glas af vatni. Hugsaðu um áhyggjurnar stutta stund og ekkert gerist. Hugsaðu um þær aðeins lengur og þær byrja að hafa áhrif á þig á slæman hátt. Ef þú hugsar um þær í heilan dag, þá lamast þú, og getur ekki gert neitt.
Heimild: Jimmy Harmon

Mýtur um hugleiðslu
Í núvitund felst að hugleiða. Það eru nokkrar mýturnar um hugsleiðslu og hér eru nokkrar:
1. Hugleiðsla er erfið
Það er í raun létt að hugleiða ef þú færð góða kennslu hjá reynslumiklum kennara. Í raun snýst hugsleiðsla um að anda.
2. Þú verður að vera með rólegan huga til þess að hugleiða á árangursríkan hátt.
Þessi mýta hefur gert það að verkum að margir gefast fljótt upp á hugleiðslu. Hugsleiðsla snýst ekki um að stoppa huga okkar og hreinsa hann, það er ekki hægt. En við getum ákveðið hversu mikla athygli við viljum veita hugsunum okkar og tilfinningum.
3. Það tekur áralangar æfingar í hugleiðslu til þess að njóta góðs af þeim.
Rannsóknir sýna að aðeins nokkurra daga hugleiðsluæfingar hafi gert gæfumun hjá fólki sem berst við háan blóðþrýsting, stress, depurð o.s.frv.
4. Hugleiðsla er veruleikaflótti.
Tilgangurinn með hugsleiðsu er ekki að stilla sig út, heldur að stilla sig inn á það sem er að gerast núna, vera vakandi og opna hugann fyrir þeirri skynjun sem við finnum sem og tilfinningum og husunum.
5. Ég hef ekki nægan tíma til að hugleiða.
Það eru til margir mjög svo uppteknir stjórnendur stórfyrirtækja sem hafa ekki misst úr eina hugleiðslu í 25 ár, ef þú setur hugleiðslu í forgang, þá hefur þú tíma.
6. Hugleiðsla krefur okkur um andlegan eða trúarlegan átrúnað.
Það þarf ekki að trúa á Búdda eða Guð eða aðra til þess að hugleiða. Margir nota hugleiðslu daglega án þess að trúa á einhvern eða eitthvað.
7. Ég á að upplifa yfirskilvitlega reynslu í gegnum hugleiðslu.
Sá ávinningur sem kemur af markvissum hugleiðsluæfingum er í raun það sem verður eftir hugleiðsluæfinguna, þann tíma sem þú ert að vinna, keyra, átt í samskiptum þ.e. sú innri ró og friður sem þú tekur með þér út í daglegt líf er það sem skiptir máli.
Þegar þú hugleiðir þá skiptir máli að:
- gera engar kröfur, allt getur gerst
- ekki setja út á sjálfan sig, ekki gagnrýna hugsanir sínar
- ekki halda þig við hugleiðsluæfingar sem leiða ekki til innri friðar
- veldu rólegan og friðsælan stað til þess að hugleiða
- vertu á staðnum, ekki hugsa um næstu máltíð eða næstu æfingu
Heimild: 7 Myths of Meditation eftir Deepak Chopra. Birt í The Huffington Post 9. mars 2013.