
Lesefni
Núvitund - leitaðu inn á við
Núvitund – Leitaðu inn á við spratt upp úr vinsælu námskeiði sem haldið hefur verið innan Google-fyrirtækisins um árabil, vakið mikla athygli og gjörbreytt lífi margra þátttakenda, bæði í starfi og einkalífi. Einum af frumkvöðlum fyrirtækisins, Chade-Meng Tan, var falið að þróa aðferð til að bæta sköpunargáfu, afköst og ánægju starfsmanna. Þetta gerði hann með æfingum í hugleiðslu sem styrkja tilfinningagreind og stuðla að aukinni samkennd, jafnaðargeði og gleði – og skerpa um leið hugsun, auka velgengni og bæta líkamlega og andlega heilsu.
Hér er þessu komið á framfæri á aðgengilegan hátt svo að allir geta tileinkað sér aðferðir núvitundar og notað þær til að breyta lífi sínu til hins betra.
Formála að íslenskri útgáfu bókarinnar skrifar Margrét Arnljótsdóttir, sálfræðingur og háskólakennari, sem haldið hefur mikinn fjölda námskeiða um núvitund (gjörhygli).
Guðni Kolbeinsson þýddi.
Hér er hægt að kaupa bókina.



Á þessu átta vikna námskeiði er hægt að læra grunninn í núvitund og upplifa núvitund á markvissan hátt í lífi, vinnu eða í samskiptum. Námskeiðið er ókeypis og það fylgir sömu námskrá og notuð er á núvitundar námskeiðum sem ekki eru kennd í fjarnámi.
Á þessari síðu er að finna lesefni og æfingar af ýmsu tagi.
Átta vikna fjarnám í núvitund (MBSR)
Mindfulness for Teens: 7 Mindfulness Secrets to Parents of Teens Caleb Lea