
Líkamsskönnun
Líkamsskönnun (e. body scan) hefur reynst öflug og heilnæm leið til að hugleiða. Þegar við förum í gegnum þess konar hugleiðslu þá felur það í sér að fara markvisst í gegnum líkamann með huganum þ.e. fara með virkum og opnum huga í gegnum ýmsa hluta líkamans og byrja neðst á tánum og fara rólega upp að hvirfli.
Það að við getum hugleitt á þennan hátt er í raun merkilegt, það að við getum gert það viljandi án þess að hreyfa svo mikið sem einn vöðva þá getum við fært huga okkar á hina ýmsu hluta líkamans sem við veljum og verið meðvituð um þá tilfinningu sem við finnum á þeirri stundu.
Við erum í raun að stilla okkur (e. tuning in) eða opna (e. opening) á þessar tilfinningar og vera meðvituð um hvað er að gerast í líkamanum þegar við hugleiðum.
Í bókinni Dubliners eftir James Joyce stendur; ,,Mr. Duffy bjó í stuttri fjarlægð frá líkama sínum." Þessi staðhæfing getur vel átt við marga og markvissar æfingar eins og líkamsskönnun getur hjálpað til við að stilla líkamann og opna á skynjun/tilfinningar og hugsanir sem líkami okkar finnur fyrir á hverri stundu. Ef líkami okkar er hljóðfæri þá notum við líkamsskönnun til þess að stilla það. Við gætum líka hugsað okkur að líkami okkar er eins og hús, líkamsskönnun er þá notuð til þess að opna alla glugga í húsinu og láta ferska loftið hreinsa húsið.
Líkamsskönnun getur staðið yfir í bæði stuttan og langan tíma, að morgni eða kvöldi, liggjandi, sitjandi eða jafnvel standandi.
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að það sem við finnum fyrir í líkamsskönnun skiptist í þrjá þætti þ.e. skynjun, tilfinningum og hugsunum.
Líkamsskynjun sem gæti komið upp við slíkar æfingar eru margvíslegar t.d. kitlandi, máttleysi, skjálfti, kuldi, hiti o.s.frv. en tilfinningarnar gætu verið; eirðarleysi, slökun, gleði, reiði, stolt o.s.frv. Hugsanir sem gætu komið eru t.d. hugsað til baka í fortíðina, draumar um framtíðina, gagnrýni á lífsreynslu, hugsað í hringi, hugsað um annað fólk o.s.frv.
Heimild: The Body Scan Meditation úr bókinni Coming to Our Senses eftir Jon Kabat-Zinn