top of page

Ýr Guðjohnsen

Hvar draga þarf mörkin

 

Oftar en ekki reynum við að fresta því að upplýsa börnin okkar um myrku hliðar lífsins en það að mínu mati svo rangt á svo marga vegu. Ef að við verndumbörnunum okkar fyrir sannleikanum þá gætu þau alveg eins lent í þeim aðstæðum sem við þorum ekki að útskýra fyrir þeim og þá geta þau ekki vitað hvort aðstæður séu eðlilegar eður ei.

 

Flest allar stelpur hafa heyrt þá vitleysu frá fullorðnum einstakling að ef strákur er með leiðindi þá er það merki um hrifningu. Við beinlínis kennum ungum stelpum að strákar sýna ást með ofbeldi og/eða leiðindum. Segjum svo að stelpan þín trúi þessari þvælu og lendir svo í því að strákur gangi of langt, hún vill það ekki og skilur ekki aðstæður. Hún er svo rosalega skotin í honum og leyfir honum því að brjóta á sér vegna þess að það er staðfesting á því að hann sé hrifinn á móti. 

 

Hverjum er það þá að kenna að henni hafi verið misnotað? Ekki henni. Hún veit ekki einu sinni hvað strákurinn gerði henni eða hvað það kallast, það eina sem hún veit er að strákurinn var að meiða hana, hann var að gera hluti við hana sem að hún sjálf vissi ekki hvað þýddu en það er í besta lagi vegna þess að strákurinn sem misnotaði hana var einungis að sýna henni að hann líkaði við hana.

 

Sem annað dæmi getum við kennt skólum og leikskólum um. Það er enginn sem segir okkur hvenær okkar eigin foreldrar ganga yfir strikið. Okkur er kennt að hlýða ALLTAF foreldrum okkar og gegna þeim skipunum sem þau gefa okkur. Þau eiga okkur og ráða þau þess vegna hvað við gerum og segjum. Eins og allir aðrir þá geta foreldrar líka misnotað vald sitt.

 

Ég vil ekki verða vitni af meiri ofbeldi og sorg. Kennum börnum samfélagsins okkar hvar mörkin liggja og hvar draga skal línuna.

bottom of page