top of page

Ylfa Rós Böðvarsdóttir Howard

Sjálfsali í skólann

 

Sjálfsali er vél sem inniheldur allskyns snarl og nesti sem þú borgar fyrir. Margir myndu halda að sjálfsalar væru fullir af nammi og gosi og því halda sumir að það væri slæm hugmynd að hafa sjálfsala því sælgæti er ekki leyft í skólanum en sjálfsalar geta líka innihaldið samlokur, safa, orkustangir og fleira.

 

Í frímínútunum okkar er lítil sjoppa sem býður upp á allskyns nesti sem við borgum fyrir með miðum og oft finnst sumum ekki vera nógu mikið úrval eða fjölbreytileiki á matnum sem er þar. Því eru margir krakkar sem fara í þessum stutta tíma í Krónuna að kaupa sér nesti og koma því oft seint í tíma. Við höfum  5 mínútur til þess að koma okkur í næsta tíma og því er gott að fá sér pínu orkustöng eða eitthvað ef maður er svangur svo hægt sé að halda einbeitingu í tíma. Í matnum eru sumir ekki skráðir í mat, gleyma nesti og eru bara með pening og gætu því fengið sér eitthvað í sjálfsalanum. Eftir skóla þurfa margir að fara strax í strætó á æfingu og því væri gott að grípa með sér nesti á æfingu fyrir orku og einbeitingu.

 

Sjálfsalar eru dýrir og erfitt er að fylla á þá en það er þess virði af því að unglingar þurfa næringu og orkuna til að halda einbeitingu í tímum og eftir skóla.

bottom of page