top of page

Gabríella Yasmin Grieve

Rusl í Reykjavík

 

Rusl er stórmál í Reykjavík. Á öllum götum er allsstaðar rusl. Af hverju getur fólk ekki bara geymt ruslið sitt þar til það finnur ruslatunnu?

 

Nú þegar áramótin eru nýbúin eru allskonar flugeldar og rusl á götunum og í görðum. Svo snjóar ofan á ruslið og þá þarf að bíða þar til snjórinn hverfur til að geta tínt ruslið saman.

 

Auðvitað er ekki hægt að taka allt ruslið upp en það sem er í augsýn væri æskilegt að taka upp og henda í ruslið.

 

Nýlega var sorphirðutímum breytt frá einu sinni á 10 daga fresti yfir í einu sinni á 14 daga fresti. Íbúðablokkir eru með sameiginlega ruslakompu. Í kompunni eru oftast 4-8 ruslatunnur, 3-6 svartar, 1 blá og ein græn.

 

Svörtu tunnurnar fyllast hratt af öllu ruslinu sem fjölskyldur henda. Tunnurnar verða illa lyktandi og rottugangur getur aukist ef hann er vandamál nú þegar. Þetta vandamál er að fara úr böndunum. Ruslið hefur mjög mikil áhrif á heiminn.

 

Við ættum öll að reyna að breyta þessu ef við getum.

bottom of page