top of page

Viktor Steinn Sighvatsson

Lengri íþróttatímar

                                 

Íþróttatímar í Sæmundarskóla eru 40 mínútur og eru tvisvar í viku en það er allt of lítið fyrir börn og unglinga. Samkvæmt rannsóknum eru tveir klukkutímar á dag af íþróttum þar sem einstaklingur svitnar eitthvað af ráði það minnsta sem er hollt fyrir börn í grunnskóla.

 

Ég gerði mína eigin rannsókn um hvort börn í unglingadeild vildu hafa lengri íþróttatíma og hér eru niðurstöðurnar.

 

Ég spurði einungis stráka í 8.bekk. Þeir voru 23 og af þeim sögðu 20, eða 86% já. Í níunda bekk voru 34 og voru 19 (55%) hlynntir lengri íþróttum og tveimur var sama. Í 10. bekk voru 78% sem vildu lengri íþróttir eða 30 af 38.

 

Eftir þessa rannsókn mína komst ég að því að í öllum bekkjum vildi meirihlutinn hafa lengri íþróttatíma.Ég spurði 95 manns um hvort þeir vildu lengri íþróttatíma og af þeim 95 voru 69 eða 72% sem vildu lengri íþróttatíma . Ég spurði líka af hverju nemendur vildu eða vildu ekki lengja tímana og hér er eitt svar sem er með og annað á móti:

 

Með: Því íþróttir eru skemmtilegar.

Á móti: Því íþróttir eru leiðinlegar.

 

Íþróttir eru eins og hver önnur námsgrein. Sumum finnast þær skemmtilegar og öðrum leiðinlegar. Öll önnur fög eru minnst 60 mínútur tvisvar í viku. Við förum í próf í íþróttum eins og í hverju öðru fagi en hví ætti fag sem styrkir líkamann okkar að vera kennd sjaldnar en fag þar sem við sitjum og lesum í bókum?

Venjulegir íþróttatímar fara svona fram:

Tíminn byrjar oftast 3 mínútum of seint, kennarinn tekur svo 2 mínútur að lesa okkur upp og svo tekur upphitun um 10 mínútur eftir það fáum við 2 mínútur í vatnspásu, 3 mínútur í að skipta okkur í lið og þá loks getum við farið í leikinn, en þá fáum við bara korter í það því það er svo lítið eftir og okkur er hleypt 5 mínútum fyrr út svo við getum klætt okkur úr íþróttafötum og komumst á réttum tíma í kennslustund.

 

Þetta eru þær 40 mínútur sem við fáum tvisvar í viku og er þetta langt frá því að vera nóg fyrir okkur, sérstaklega á þessum aldri. Á unglingsárum er mælt með að börn æfi tvær íþróttir utan skóla (rækt er ekki tekin með), í 9. bekk eru bara þrír sem eru í tveimur íþróttum, 15 í einni og 19 sem æfa ekki neitt. Þá eru 34 í níunda bekk Sæmundarskóla sem þurfa á meiri hreyfingu að halda og þurfa að fá hana hér.

 

bottom of page