top of page

Viktor Gísli Hallgrímsson

Áhrif afreksíþróttamanna á ungmenni.

 

Messi, Ronaldo, Michael Jordan og Serena Williams eru einstaklingar sem hafa stigið yfir margar torveldar áskoranir til að komast á þann stað sem þau eru á í dag og eru því fullkomin dæmi um afreksíþróttamenn. Ef við rýnum aðeins í orðið afreksíþróttamaður segir það okkur að um er að ræða íþróttamann sem hefur átt sigursælan feril og unnið til margra stærstu verðlauna sem eru í boði fyrir hans íþrótt. Flest allir íþróttaunnendur hafa einhverja fyrirmynd, einhvern sem þeir geta litið upp til eða dáðst af og oftar en ekki er það afreksíþróttamaður. Það tilhneiging mannsins að horfa á náungann og beina sjónum okkar að þeim sem skara framúr .

 

Ég, eins og margir íþróttaunnendur, á mér fyrirmynd  og vill svo heppilega til að það er afreksíþróttamaður að nafni Niklas Landin. Hann er einn besti og farsælasti markmaður í sögu handboltans og í framtíðinni langar mig að komast eins langt og hann. Það er mjög hollt fyrir okkur íþróttamenn að hafa einhvern sem við lítum upp til, því þá erum við með skýra hugmynd um hvað við viljum afreka í framtíðinni en það e getur verið mikil hvatning til aukaæfinga og markmiðasetningar og eru það mjög mikilvægir þættir ef þú ætlar þér að komast langt í íþróttaiðkun þinni. Eins og klisjan segir: aukaæfingin skapar meistarann.

 

Lífið er ekki bara dans á rósum hjá afreksíþróttamönnum eins og margir halda fram það getur orðið mjög strembið fyrir þessa íþróttamenn að vera góðar fyrirmyndir og að halda þeirri ímynd sem þeir hafa skapað með árangri sínum. Eins og við öll, þurfa þeir að taka stórar ákvarðanir í lífi sínu og oftar en ekki endar eitthvað fólk á móti þeim hvað sem þeir ákveða. Svo gerist líka margt í hita leiksins, til dæmis þegar Beckham fékk rauða spjaldið í 16 liða úrslitum á HM 1998. Varð hann þá einn af hötuðustu mönnum Englands um tíma og bárust honum margar morðhótanir. Þá skiptir öllu máli að vera sterkur á andlegu hliðinni, eiga góða vini og fjölskyldu sem styðja þig og það sem skiptir eiginlega mestu máli er að sýna íþróttamannslega hegðun.

Það getur reynst mörgum íþróttamönnum erfitt að eiga við fólkið sem reynir að þefa uppi öll þín mistök og reynir að láta þig líta illa út, því að sumir íþróttamenn einkennast af miklu skapi sem þeir nota við íþróttaiðkun sína og þetta skap getur stundum komið í ljós þegar þeir eru búnir að fá nóg af blaðamönnum og sníkjudýrunum og þá verður það notað til að skerða ímynd þeirra og varpa vondu ljósi á þá. Í svona aðstæðum verður íþróttafólkið að hugsa um öll ungmennin sem líta upp til þeirra, sýna íþróttamannslega hegðun og reyna að vera eins góð fyrirmynd og þaðmögulega getur því það hefur mjög slæm áhrif á ungmenni ef þau heyra einhverja skammarlega sögu um fyrirmynd sína.

 

Heimur íþróttamannsins snýst rosalega mikið um afreksíþróttamennina, áhrifin sem þeir hafa á íþróttina og ungmennin sem stunda hana. Fólk verður að muna að njóta þeirra á meðan þeir spila en ekki vera að metast um hver sé bestur.

bottom of page