top of page

Elva Rós Hannesdóttir

Útivistarreglur

 

Það eru greinilega margir foreldrar sem er sama um börnin sín. Foreldrar, unglingar og börn eiga ad fylgja útivistarreglum.

 

Það eru rosalega margir krakkar og unglingar sem eru úti á kvöldin lengur heldur en þeir eiga að vera. Útivistartími barna yngri en 12 ára er til 20:00 á veturnar og 22:00 yfir sumartímann en fyrir ungmenni eða unglinga 13 til 16 ára er það til 22:00 yfir vetrartímann og 24:00 yfir sumartímann. Þetta er samkvæmt skólareglum. Það eru mjög margir sem fara ekki eftir þessum reglum. Foreldrar barna 17 og 18 ára geta sett reglur um útivistartíma barna sinna.

 

En samkvæmt barnalögum ráða foreldrar persónulegum högum barna sinna og bera ábyrgð á þeim til 18 ára aldurs. Aldurstakmörk miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag. Sem þýðir að 1. janúar þess árs sem börn verða 13 eða 16 ára lengist útivistartíminn.

 

Ég fór og fékk skoðanir hjá öðrum um það hvernig við fáum krakka og unglinga til þess að fylgja útivistarreglum t.d. það er hægt að slökkva á ljósastaurum þá er meira dimmt eða láta lögregluna keyra meira um hverfið.

bottom of page