top of page

Sylvía Lind Gunnarsdóttir

Af hverju er fólk hrætt við flóttamenn?

 

Fyrir stuttu síðan heyrði ég unga stúlku á samfélagsmiðlum segja að það væri flóttamaður að byrja í bekknum hennar, hún sagðist vera kvíðin fyrir því. Fólki er alltaf svo brugðið þegar það heyrir talað um að flóttamenn komi til landsins.  Af hverju?

 

Flóttamenn koma frá hættulegra umhverfi en við búum við á Íslandi, öðruvísi fólk og öðruvísi menning. Það eru sprengingar og mjög ofbeldisfullt umhverfi í stríðslöndum, en Ísland er mjög friðsamt land. En það gerir þau ekki að verri og hættulegri manneskjum. Fólk á Íslandi er hrætt við raunveruleikann. Fólk er smeykt um að flóttamenn hertaki landið og það verði að flóttamannastað. En ef enginn hjálpar þeim, hvar endar það þá?

 

Hryðjuverk hafa áhrif á þetta, bara af því að öfgasinnt fólk fremur skelfilega hluti. Þessir hlutir bitna á flóttamönnum og margir láta lífið. Þeir eru hræddir um líf sitt og þeirra sem þeim þykir vænt um. Það er alls ekki notaleg tilhugsun að vera á flótta og vita ekki hvað bíður þín. Það er líka óþægilegt fyrir Íslendinga að vita ekki hvað flóttamenn gera þegar þeir koma. Stór flóttamannahópur getur haft áhrif á atvinnulíf íslendinga. Margir á Íslandi eru atvinnulausir eftir hrunið og erfitt er að fá vinnu.

 

Flóttamenn hafa sínar samfélagsreglur sem fólk á Íslandi er ekki vant. Múslimakonur ganga í fötum sem valda því að það sést varla í húð og þeir hafa sína trúaviðburði. Þannig að menningarhóparnir eru öðruvísi. Flestir á Íslandi eru kristinnar trúar en í stríðslöndum eru öðruvísi trúarhættir og fólk er smeykt um að öðruvísi trúarhættir hertaki Ísland. En þrátt fyrir það erum við öll manneskjur, það skiptir engu máli hvaðan við komum eða hverju við höfum lent í, við erum öll manneskjur.


Að mínu mati eru flóttamenn einar af hugrökkustu manneskjum í heimi. Þeir fara frá sínu heimalandi til annars lands og vita ekki hvað bíður þeirra. Fólk á alls ekki að vera hrætt við flóttamenn því þeir koma frá öðruvísi menningarhópi en við á Íslandi. Flóttamenn eru samt bara fólk alveg eins og við.

bottom of page