top of page

Stefanía Ósk Pálsdóttir

Svefn



Svefn er mikilvægur sérstaklega fyrir unglinga. Gott er að fá góðan svefn til þess að geta tekist á við daginn. Svefn veitir líkamanum hvíld og endurnærir hann.

 

Í svefni fer fram upprifjun og úrvinnsla sem við fengum yfir daginn. Of lítill svefn getur valdið streitu, þreytu, vanlíðan og haft áhrif á einbeitinguna. Meðal annars getur svefnleysi haft áhrif a ónæmiskerfið, valdið því að sár grói mun hægar og það getur haft áhrif á vaxtarhormón. Eftir því sem maður eldist minnkar svefntíminn. Yngstu börnin (1-3 ára) þurfa 12-15 klukkustunda svefn. Yngstu skólabörnin þurfa í kringum 9 klukkutíma svefn. Unglingar þurfa allt að 10 klukkustunda svefn vegna meira álags daglega og í skóla.  

 

Flestir unglingar kjósa að stytta svefninn i stað þess að lengja hann. Aðal ástæðan eru oftast raftækjanotkun. Margir unglingar fara ekki að sofa fyrr en liðið er langt fram á nótt, jafnvel á milli 1 og 5. Sumir sleppa því að sofa stundum og þá er erfitt að halda sér vakandi í skólanum. Að sofa á daginn kemur ekki í staðinn fyrir tapaðan svefn á nóttunni. Svefnleysi getur valdið þvi að einkunnirnar fari lækkandi og verkefna skil léleg. Gott er að vera ekki i raftækjum 30-60 mínútum fyrir svefn því birtan i tækjunum gerir það að verkum að við höldum að það sé dagur þvi birtan i tækjunum er lík dagsbirtu.

 

Það virkar fyrir mig að leggja frá mér öll raftæki ef ég ætla ekki að vera í vondu skapi daginn eftir. Eitt ráð við að sofa vel er að slökkva á raftækjum að minnsta kosti 30 mín áður en þú ferð i rúmið.

bottom of page