top of page

Sigurður Jökull Ægisson

Að trúa án trúarbragða

 

Eitt sem hefur gripið athygli mína er að fólk getur sagst trúa, en samt ekki sagst vera meðlimur í neinu trúarbragði, trúarsamtökum eða skilgreint sig undir einhvern ákveðinn trúarflokk sem styður við þeirra hugmyndafræði af guði. Ég fór að velta því fyrir mér hvernig er hægt að segjast trúa í grunninn, á guð eða æðri mátt, á flestum trúarbrögðum en samt ekki tilheyra neinum þeirra.

 

Að trúa á guð eða æðri mátt er algengt hvaðann af úr heiminum.

Í vestrænni menningu er kristni ríkjandi, í miðausturríkjunum er Íslam drottnandi yfir aðrar trú. Þó að trúarbrögð séu óþrætanlega einn stærðsti arfur flestra ef ekki allra menningar þá eru sumir er kenni sig ekki við nein trúarbrögð. Oft eru þeir kallaðir guðleysingjar en samt trúir hluti af þeim fjölda enn á guð og eigi þeir réttilega að vera kallaðir thísistar. Hvað er það sem veldur því að fólk getur fundið huggun í að trúa en vill samt ekki trúa með öðrum, vill ekki tilheyra samfélagi af fólki með sömu skoðarnir, sömu gildi og mikið meir.

 

Ætli að fólk sé ekki hrætt við öfgarnar? Líkt og þeir sem eru vinstri sinnaðir eru ekki endilega kommúnistar og hægri sinnar ekki sjálfsagðir í að styðja stjórnleysisstefnuna. Fólk hræðist að vera kennt við það slæma sem fylgir því góða í trú, það vill aðeins einblýna á það sem þeim finnst rétt en ekki því sem kirkjan leggur til um hvernig skal túlka guð, Jesú, Búdda eða Óðinn. Trúarbrögð eru nánast orðið kammó viðfangsefni. Yfirleitt þegar fjallað er um Íslam þá kemur upp ÍSÍS þrátt fyrir það að aðrir múslimar túlka trúina allt öðruvísi en meðlimir Íslamska Ríkisins. Það er niðurdrepandi að sjá hvernig fólk er verðmerkt eftir trú. ,,Múslimar eru hryðjuverkamenn.” ,,Kathólskir eru hommafælnir.” ,,Gyðingar eru nískir.” Þetta eru frasar sem eru sagðir á hverjum degi víðastaðar í heiminum. Sumir hræðast það að tilheyra trúarsamfélagi útaf allri slæmri ummfjöllun sem þau fá.

Það eru þó sumir sem vilja bara trúa á guð án þess að vera hluti af einhverju stærri. Það er ekkert að því. Ef ég vildi trúa á guð og ekki tilheyra þjóðkirkjunni þá er það bara gott og vel. En

 

Þegar allt kemur til alls þá er það trúin sem kenndi okkur siðfræði: Hvernig við skulum hátta okkur, muninn á réttu frá röngu og eitt af elstu rituðu sögum allra tíma. 

 

Þegar við tölum við guð þá er það ekki trúarbragðið sem lætur þig tala við hann heldur trúin á hann.

bottom of page