top of page

Er aldurstakmark á samfélagsmiðlum mikilvægt?

 

Á flestum samfélagsmiðlum er aldurstakmark. Algengast er að það sé 13 ára. En er það nauðsynlegt? Undanfarið hefur mikið verið rætt um að hækka aldurinn upp í 16 ára í Evrópusambandinu. En afhverju? Það er örugglega ekki að fara að stöðva börn sem eru nú þegar komin með aðgang að öllum helstu samfélagsmiðlum. Þau eru örugglega ekki að fara að eyða aðganginum. Og hvað um börnin sem eru búin að bíða og bíða þangað til þau verða þrettán ára og þurfa síðan að bíða í þrjú ár í viðbót.

 

Mér finnst ekki vera þörf á því að hækka aldurstakmarkið af því að við höfum nú þegar takmark. Þegar ég var ekki orðin þrettán ára fannst mér aldurstakmarkið skrítið og alls ekki nauðsynlegt. Mér fannst það örugglega af því að ég var ein af þeim fáu börnum áttu ekki Facebook á 12 ára aldri. Nú, þegar ég er komin með Facebook, þá skil ég fullkomlega af hverju þetta aldurstakmark er. Það er svo margt að finna á netinu sem er alls ekki viðeigandi fyrir alla. En mér finnst það ekkert endilega meira viðeigandi fyrir eldri en 13 ára. Þótt aldurstakmarkið yrði hækkað þá myndi enginn hætta á samfélagsmiðlunum.

 

13 ára aldurstakmark er á flestum miðlum eins og Facebook, Snapchat og Instagram. Mér finnst ég sjá mörg börn undir 13 ára aldri á Instagram og Snapchat. Ég held að foreldrar séu ekki jafn fræddir um þá miðla eins og Facebook. Flestir foreldrar eiga Facebook og gera sér grein fyrir reglunum þar. En mér finnst Facebook ekkert vera hættulegast af þessu öllu. Mér finnst bara að það ættu allir að virða þessi takmörk. Þau voru pottþétt sett af góðri ástæðu. Mér finnst samt vera minna um börn yngri en 13 ára á Facebook núna heldur en fyrir nokkrum árum. Þá voru samfélagsmiðlar svo nýjir og fáir höfðu reynslu af þeim. En núna hafa komið upp fullt af atvikum, eins og neteinelti, verið að senda nektarmyndir og margt fleira, á öllum þessum samfélagsmiðlum og flestir gera sér fullkomlega grein fyrir öllum hættunum sem geta leynst þar. Ég held að langflestir geri sitt besta til að leiðbeina börnum sínum um hvernig á að ,,haga’’ sér á samfélagsmiðlum.

 

Mín skoðun er að það eigi ekki að hækka takmarkið upp í 16 ára. Mér finnst aldurstakmarkið sem er nú þegar vera fínt. Samt finnst mér að foreldrar eigi alfarið að ráða hvenær þeim finnst í lagi að börnin þeirra fái aðgang af samfélagsmiðlum. Persónulega þá myndi ég bara bíða. Þótt allir sem maður þekkir eigi aðgang þá er ekkert að því að eiga ekki aðgang. Ég er mjög sátt með að hafa beðið.

Sigrún Birta Hlynsdóttir

bottom of page