top of page

Signý Ósk Vernharðsdóttir

Svefn unglinga

 

Svefn er mikilvægur fyrir allar lífverur, án svefns gætum við ekki lifað. Ekki er hægt að alhæfa það hvað hver einstaklingur þarf mikinn svefn en yngstu börnin í skólanum þurfa að meðaltali í kringum níu klukkutima svefn en þegar það kemur að unglingsárunum þá þurfa unglingar um það bil klukkutíma lengri svefn en áður eða í kringum 10 klukkutíma.

 

Unglingar eiga það til að stytta svefninn sinn fremur en að lengja hann, ég veit ekki ástæðuna fyrir því en ég mundi halda að aðalástæðan séu raftæki.  Ãžað er mælt með því að vera ekki mikið í raftækjum á kvöldin. Margir unglingar halda með því að sofa á daginn lagi svefnleysið á næturnar, en það gerir það í raun ekki. Svefn er nauðsynlegur fyrir vöxt og þroska, svefnleysi getur valdið meðal annars kvíða, pirring og getur haft áhrif á frammistöðu í skóla, sýnt er fram á að unglingar sem sofa lítið séu oft að fá lægri einkunnir. Svefnleysi getur líka aukið hættuna á sykursýki og hjartasjúkdómum, lítill svefn eykur líka líkurnar á þunglyndi og offitu.

 

Ef að unglingar færu að sofa snemma á kvöldin á virkum dögum þá þyrftu þeir ekki að sofa út um helgar.

 

 

bottom of page