top of page

Sara Lind Þorkelsdóttir

Að skipta um skóla

 

Það getur verið erfitt að skipta um skóla í unglingadeild að fara frá vinum sínum sem maður er búinn að vera með í skóla alveg frá því í fyrsta bekk og að fara í aðrar aðstæður getur verið erfitt, að fá aðra kennara og kynnast fleiri krökkum.

 

Þegar ég var í sjöunda bekk vildi ég skipta um skóla að því gamli skólinn minn var ekki nógu góður. Það var ekki mikið af prófum og eiginlega aldrei heimavinna. Ég lærði lítið og og ég fattaði ekki strax að ég var nánast ekki með neinn grunn sem námsmaður þrátt fyrir öll þessi ár í skólanum. Það voru mjög fáir í þessum skóla sem ég var í, við vorum bara átta í bekk og það var ekki mikið félagslíf.

 

Þegar að ég fékk loksins að skipta um skóla var það alveg rosalega mikil breyting fyrir mig. Miklu stærri skóli og miklu meira að læra og það var alveg svolítið erfitt af því ég var ekki með neinn grunn. Að byrja í unglingadeild með engan grunn er erfitt. Þegar það kom að prófum þá þurfti ég að byrja að læra mjög mikið sem var alveg rosalega stórt skref fyrir mig en mér gekk alveg vel, ég fékk líka góða hjálp frá mömmu og pabba, kennurum og skólafélögum.


Ég eignaðist strax mjög góða vini og þau tóku öll mjög vel á móti mér. Þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt þá er ég samt ánægð með að hafa tekið þessa ákvörðun og í dag er ég mun sterkari námsmaður.

bottom of page