top of page

Róbert Ingi Hafþórsson

Af hverju er fjármálafræði ekki kennd í grunnskólum

 

Fólk sem lærir um fjármál er að læra um peninga og hvernig er gott að fara með peninga. Mér finnst að núna sérstaklega að ný kynslóð hafi ekki hugmynd hversu mikilvægt er að fara með peninga og hversu mikilvægt er að hugsa um það. Flestir hafa ekki hugmynd um hvernig á að safna peningum og safna sér fyrir hlutum og hvenær er best að kaupa hluti og hvernær er hagkvæmast fyrir þig að eyða peningum. Flestir fá sér bara kredikort í staðinn sem er hræðileg hugmynd. Fólk kann ekki að nota kreditkort, fólk skilur ekki hvað liggur að baki. Fólk virðist alltaf verða jafn hissa þegar það þarf að borga Visa reikninginn sem er skrýtið þar sem það er að taka lán þegar það fær sér kredikort.

 

Ef fólk notar bara kreditkort til að kaupa nauðsynjar þá er það í lagi en það þarf að fræða krakka hvernig á að nota kreditkortin. Það hefur góð áhrif á hagkerfið og á þig og vinnumarkaðinn og framtíð fólks að kunna fjármálafræði. Þessi kunnátta hefur áhrif seinna þegar þú þarft að kaupa íbúð og bíl.

 

Þú getur fengið kredikort þegar þú ert 18 ára og þú þarft t.d. ekki að vera skráður í neina vinnu til þess að fá kredikort. Sem er mjög skrýtið. Ég ætlast ekki til þess að breyta öllu hagkerfinu. Það þarf ekki að breyta þessu kerfi, það þarf að hjálpa og fræða, og hvernig á að umgangast og hvernig á að nota peninga.

bottom of page