top of page

Rebekka Ýr Heimisdóttir

Kalt í Sæmundarskóla

Eins og flestir skólar hefur Sæmundarskóli sína kosti og galla. Ég hef verið í Sæmundarskóla frá því í fyrsta bekk og núna er ég í tíunda bekk. Það er margt gott við skólann okkar en það er mjög oft kalt og ég ætla að fjalla um það. Þegar fólk labbar inn í stofu þar sem er rosalega kalt fær maður sömu tilfinningu og að labba úti á Íslandi í frosti. Flestir hugsa bara um að halda á sér hita og geta þá ekki einbeitt sér að því að læra.

Við í tíunda bekk erum í skólanum 5 daga vikunnar  og í mesta lagi sjö tíma á dag sem gerir 35 tíma á viku. Það er grunnskólaskylda á Íslandi og ef við krakkarnir í skólanum sem erum eitthvað um 400 eigum að vera hér í 35 tíma á viku þá ættu ofnarnir að vera í lagi. Það er auðvitað ekki í lagi að allur skólinn sé kaldari en hitastigið úti. Á veturna fá mjög margir kvef og annað vegna kuldans sem er úti og þá er alveg skiljanlegt að það komi kuldi inn í skólann líka en þá ætti alveg að vera hægt að gera eitthvað í því eins og að kveikja a ofnunum og koma hita inn í skólann. Það að aðrir séu með kvef í bekknum gæti mögulega haft áhrif á einbeitingu hjá öðrum vegna óþarfa hljóða. En afleiðingar kuldans eru fleiri en bara kvef. Ef þér er kalt þá einbeitirðu þér oftast bara að því að reyna að halda á þér hita og þá áttu mjög erfitt með að einbeita þér að öðru sem þú átt að vera að gera.


Í stuttu máli þá myndu fleiri ná að einbeita sér betur í kennslustundum. Það er of oft kalt í skólanum og það ætti að gera eitthvað í því.

bottom of page