top of page

Rebekka Rós Hafsteinsdóttir

Snjalltæki í stað bóka

 

Mér persónulega finnst miklu sniðugra að hafa snjalltæki heldur en bækur í skólanum. Bækur geta verið mjög þungar, þær rifna auðveldlega, maður týnir blöðum og svo eru bara svo margar bækur þannig að maður getur ruglast á þeim og tekið vitlausar bækur með sér.

 

Snjalltæki geta verið mjög létt en geta líka verið þung, en í snjalltækjum værirðu með öll verkefnin þín í einu tæki en ekki mörgum bókumþ Það er líka mjög auðvelt að læra á spjaldtölvur. Sum leiksólabörn kunna t.d. mjög vel á tækin en kunna hins vegar ekki að skrifa. Ef þú þarft að finna einhverjar upplýsingar sem fyrst þá geturðu bara stimplað þær inn í snjalltækin og það finnur þær fyrir þig en í bókum þarftu að finna blaðsíðuna og svo leita að efninu. Snjalltæki verða sífellt fjölbreyttari með árunum og koma fleiri forrit sem eru miklu betri fyrir suma krakka heldur en bækur.


En þetta er bara það sem mér finnst og að sjálfsögðu eru ekki sammála.

bottom of page