top of page

Rakel Ösp Vilhjálmsdóttir

Fordómar

 

Hvað er að því að kalla fólk svart og hvítt? Við erum svört og hvít.

 

Fyrir stuttu síðan var ég að vinna verkefni ásamt tveimur manneskjum. Ég átti að lýsa tveimur manneskjum, bæði útlitslega og persónulega. Ég gerði það og lýsti þeim. Síðan lásu þessar tvær manneskjur yfir og ein þeirra hikaði þegar hún sá að ég lýsti þeim þannig að einn væri svartur og hinn hvítur. Sem er allt í lagi allir hafa sínar skoðanir. Húnsagðist hafa, heyrt að kennaranum hafi fundist á mörkunum að skrifa að annar væri svartur og hinn hvítur. Það finnst mér fáránlegt. Hvernig getur manni fundist það vera á mörkunum að nefna að fók sé svart og hvítt? Ég meina, einn var svartur og hinn var hvítur, átti ég að ljúga ? Þetta var satt. Þetta er alveg eins og að ég myndi segja þessi er dökkhærður og þessi er ljóshærður! Ég náði reyndar næstum því að sannfæra þessa manneskju, þrátt fyrir að allir megi hafa sínar skoðanir.

 

Ég fór svo að íhuga þetta mikið og spurði tvær aðrar manneskjur út í málið. Þær horfðu á mig eins og ég væri eitthvað skrítin. Reyndar varð ein af þessum manneskjum sammála mér eftir gott samtal en hin manneskjan var frekar mikið ósammála þessu og sagði að það væri asnalegt að ræða um þetta hér. Ég ætla samt að ræða um þetta þrátt fyrir að þessari manneskju finnist það asnalegt.

 

Einu sinni voru miklir fordómar fyrir svörtu fólki og það eru auðvitað enn smá fordómar í dag. Ég er alin upp í kringum fólk sem er hvítt og ég hef alveg líka fundið fyrir fordómum hjá hvítu fólki, til dæmis í bíómyndum.

En það má ekki gleyma því að við erum öll manneskjur, sumir fæðast hvítir, svartir og bara allskonar. 

 

Ég veit að sumir munu taka þessu illa og það er auðvitað allt í lagi, eins og ég er búin segja oft að allir hafa sína skoðanir og þetta er hreinlega bara mín skoðun. Við erum öll manneskjur, við erum mjög ólík. En mér finnst allt í lagi að nefna það sem fólk er, því þau er það. Við erum öll manneskjur sama hvað og við eigum að vera stolt af því sem við erum!

bottom of page