top of page

Ólöf María Stefánsdóttir

Sund í 10. bekk

 

Þegar krakkar hefja skólagöngu þá hefst um leið kennsla í sundi, og stendur hún til loka 10. bekkjar. Sundkennsla stendur yfir í hverri viku í klukkutíma í senn, og læra nemendur helstu sundtökin í öllum tegundum sunds. Langflestir eru því komnir með upp í kok af sundi eftir að hafa stundað það einu sinni í viku í 10 ár. Margir ef ekki allir eru komnir með sundtökin á hreint og flugsynd í 7. bekk.

 

Því er spurning mín þessi: Af hverju að halda áfram að fara í sund viku eftir viku, ár eftir ár, þegar maður kann það? Fáeinir skólar á Íslandi leyfa nemendum 9. bekkjar að taka hæfnispróf 10. bekkjar, ef þau standast prófin þá fá þau að sleppa sundi í 10. bekk. Það þykir mér ósanngjarnt að sumir skólar fái það en ekki allir. Gilda ekki sömu reglur í öllum grunnskólum landsins? Ef nokkrir skólar sleppa sundi í 10. bekk þá finnst mér að aðrir skólar eigi að kanna og íhuga það líka. Það ætti eitt að ganga yfir alla grunnskóla landsins, það hefur myndast mikill glundroði meðal unglinga landsins vegna þessarar ósamræmis. Mér finnst  að það eigi að fella niður sund í 10.bekk veSæmundarskóla vegna þess að mér finnst það algjör óþarfi þegar maður hefur gert það í 10 ár og maður kann það upp á 10. Það er meira lærdómsálag á nemendum 10. bekkjar og getur einn klukkutími á viku gert mikið fyrir okkur. Á þessum klukkutíma sem maður er í sundi getur unglingur gert ýmislegt annað sem nýtist honum betur en að endurtaka það sem hannkann nú þegar.


Ég myndi frekar vilja hafa dönsku á þessum klukkutíma í staðinn fyrir sund. Ég þoli ekki dönsku en ég veit að ég mun læra eitthvað nýtt.

bottom of page