top of page

Ólína Sif Hilmarsdóttir

Heimalærdómur  


Flestir skólar í dag byrja klukkan 08:10 og eru búnir á milli klukkan tvö og þrjú á daginn. Mér finnst það vera nægjanlegur tími á hverjum degi til náms. Lærdómur á að vera ánægjulegur og gleði og ég held að ef að börn í grunnskólum þyrftu ekki að skila jafn miklu heimanámi eins og nú er væru þau glaðari og áhugasamari í skólanum heldur en þegar þau þurfa að læra mikið heima eftir 6-7 tíma skóladag.

 

Það er langt síðan margir foreldrar okkar voru í námi og stundum er ekki auðvelt fyrir þá að hjálpa manni þegar þörf er á. Mjög margir krakkar stunda íþróttir og þurfa að mæta á æfingar strax eftir skóla og stundum leggja mjög snemma af stað vegna þess að þær eru út um allan bæ. Þegar æfingu er lokið og maður kemur sér heim þá er klukkan orðin 6-7 um kvöld og þá er blessaður heimalærdómurinn eftir. Við unglingarnir gætum nú alveg hugsað okkur að hafa smá tíma til að slaka á og gera eitthvað skemmtilegt í stað þess að hlusta á foreldra okkar spurja endalaust hvort maður sé örugglega búinn að læra fyrir morgundaginn og pirra sig á því. En kannski er þetta nú allt saman bara vitleysa í mér því þegar ég skrifa þessar línur á tölvuna mína fatta ég það að ég er oft 2-3 tíma á dag í tölvunni minni að gera nákvæmlega ekki neitt sem skiptir máli.

 

Þannig niðurstaða mín er sú að þó mér finnist heimalærdómur oft vera mikill get ég sennilega með góðu skipulagi auðveldað mér hann töluvert.

bottom of page