top of page

Ólavía Sif Kristjánsdóttir

Graff er art

 

Þegar fólk sér graff sjá þau bara krass á vegg, en það sem þau vita ekki er að Egyptarnir voru eitt af þeim fyrstu til að nota listina sem kallast graff. Allar myndirnar sem eru inni í pýramídunum er graff. Þetta þróast bara eins og allt annað.

 

Það þarf að kenna okkur að graff er ekki skemmdarverk, þetta er tjáning á hvernig fólki líður eða hvað þau eru að hugsa um. Sumt fólk fer að heimsækja önnur lönd og það sér ekki fegurðina fyrir graffi en er þetta fólk búið að hugsa m að þetta er bara partur af persónuleika landsins? Fullorðið fólk er yfirleitt þröngsýnra en unglingar. þetta er annað hvort meðfæddur hæfileiki eða tekkur mörg ár til að ná tökum á. Graff er listrænn hæfileiki sem þarfnast viðurkenningar.

 

Sumt fólk getur ekki að talað um hvernig því liður og þetta er eina leiðin sem það getur nýtt til þess.. Þetta getur líka verið góð útrás til dæmis ef einhver er ótrúlega pirruð/aður þá getur hann gert eitthvað þar sem hann getur fengið útrás og leyft öllum pirringnum að fara í listina í stað þess að láta það bitna á einhverjum öðrum.

 

Það er skóli í Grafarvoginum þar sem er unglingum er kennd graffiti list. það er reyndar bara námskeið en það er bara kennt í  einum skóla á öllu höfuðborgarsvæðinu. Það ætti að vera svonanámskeið í öllum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Því þetta er bara önnur LISTgrein ekki skemmdarverk.

 

bottom of page