top of page

Marín Eva Gísladóttir

Hafa góðan mat í hádeginu

 

Mér finnst að það ætti að vera góður matur í hádeginu í Sæmundarskóla á föstudögum t.d. pítsa, Hlöllabátur, hamborgari, Subway, pylsa, tortilla og fleira í þeim dúr. Grjónagrautur mætti samt vera áfram. Mér finnst skyrið og súpurnar ekki góður hádegismatur. Ef maður borðar góðan mat þá verður maður betri í skapinu og það er satt. Það er mjög gott að borða góðan mat og það þarf held ég ekki að taka langan tíma að elda hann. Það sem ég nefndi fyrir ofan er kannski óhollt en það er samt gott.

 

Ef við krakkarnir fengjum að ráða hvað væri í matinn í hádeginu þá myndu örugglega allir velja skyndibita en kokkarnir myndu samt örugglega ekki nenna að elda svona mat fyrir fjögur hundruð og eitthvað krakka.

 

bottom of page