top of page

Kristófer Liljar Kristensson

Hættum að dæma

 

Maðurinn, hinn viti borni maður, fæðist fordómalaus. Leikinn í því að nýta sér samskiptakerfi til sjálfsstjórnar og skoðanaskipta, en dómharður getur hann svo orðið, hann á það til dæma aðra á neikvæðan hátt. Það getur sem dæmi leitt til lægra sjálfsálits hjá bæði þeim sem dæma og þeirra sem eru dæmdir, sem getur valdið mörgum bakslögum.

 

Hugsaðu út í lífið og okkur sem manneskjur. Okkur langar öll að líða vel og okkur langar öll að vera glöð. Til hvers að dæma þá fólk á neikvæðan máta. Til hvers? Til hvers að dæma einhvern fyrir eitthvað sem þú veist lítið sem ekkert um? Einhvern sem þér líkar ekki við. Einhvern sem hefur gert mistök eins og hver einasta manneskja gerir. Til hvers? Til hvers að dæma manneskju fyrir útlit, hegðun eða tilveruna? Gerir það þig að betri manneskju? Lætur það þér líða betur? ,,Af hverju gengur þú svona?" ,,Þetta er svo asnalegt.”  ,,Þú ert að reyna svo mikið að vera eitthvað." ,,Hvað heldur þú að þú sért?" ,,Ertu alltaf í þessum fötum?"

,,Af hverju gerir þú þetta svona?" ,,Þú passar ekkert inn í hópinn." ,,Þú ert að svindla."

,,Vá, þú ert bara heppinn, hefðir aldrei getað gert þetta sjálfur."

 

Sumt fólk sem stöðugt dæmir aðra á oft í einhverskonar erfiðleikum með sjálft sig og tekur það þannig út á öðrum eða gerir tilraun til að upphefja sjálft sig. Ekki er þó hægt að alhæfa um að svo sé alltaf raunin en dæmi sýna að í mörgum tilfellum sé það þó raunin.

   

Í nútímanum hafa svo margir tilhneigingu til þess að dæma aðra. Það er ekki okkar að dæma aðra. Þegar maður dæmir aðra þá dæmir maður sjálfan sig. Þegar við dæmum erum við að halda okkur svo mikið niðri á andlega sviðinu með gagnrýni. Það er orðið of auðvelt að dæma, við vitum ekki allt sem leynist á bakvið hverja manneskju. Sleppum dómhörkunni og gagnrýninni, mætum öðrum með umburðarlyndi og skilningi.

bottom of page