top of page

Kristinn Sigurhólm Einarsson

Hugmyndir fyrir skólann

 

Ég vil minni lærdóm, enga heimavinnu og engar kennslustundir.

Í 1. bekk var gaman en árin eftir var stundum skemmtilegt og stundum leiðinlegt. Það sem var skemmtilegt var þegar við vorum í 5. bekk þá vorum við að læra ýmislegt sem var áhugavert. Í kringum 7. bekk hætti t.d. að vera skemmtilegt í stærðfræði. Síðan var allt það sama og pirrandi að fara í kennslustundir þar sem það sama var í gangi kennslustund eftir kennslustund.

 

Síðustu mánuði hef ég verið að læra ítölsku, um páfana, templars, sverð, rússnesku og latínu. Mér hefur gengið ágætlega, sumt geri ég alveg einn og sumt geri ég með hjálp frá kennara. Tungumálið læri ég með því að fara á Youtube eða með því að nota appið Duolingo. Ég fer á Wikipedia og les um allt hitt sem ég hef áhuga á og horfi mikið á Youtube myndbönd. Templars er sýnt í tölvuleik sem heitir Assistant Unity í lok þess leiks. Sumir tölvuleikir eru fræðandi, eins og þessi sem ég nefndi. Ég er að læra tungumál sem ég get lært frá upphafi alveg einn og ég get lært einhver 20 tungumál alveg einn. Ég er að læra ítölsku, rússnesku og latínu og það er dálítið erfiðara en enskan, en  það er skemmtilegra að læra tungumál sem maður kann ekki þ.e. að læra eitthvað nýtt.

 

Ég hefði viljað læra svona eins og ég er að læra núna t.d. í 5., 6. eða 7. bekk og þá væri ég kannski búinn að vera í smá tíma að læra tungumálið og ég væri þá komin á þann stað að ég gæti talað tungumálið. Til þess að æfa sig og tala tungumál þá gæti ég farið til annarra landa og æft mig þannig. Ef maður er ekki inn í stórri stofu með mörgum öðrum nemendum þ.e. í stofu sem er minni þá getur maður lært á sínum hraða og í rólegra umhverfi. Mér finnst best að læra í sófanum hér á bókasafninu. Mér finnst ég vera læra að meira á þennan hátt en ef ég væri inn í kennslustund.

 

Ef ég mætti hafa val um það hvernig námið mitt og grunnskólagangan mín færi fram. Þá myndi ég biðja um fjölbreytni, fleiri tungumál (hafa val hvaða tungumál ég læri). Í íslensku væri hægt að velja t.d. að læra um Ísland og gera verkefni tengt því. Í stærðfræði er hægt að læra öðruvísi stærðfræði, núna er ég að læra rómversku tölurnar þ.e. að setja upp dæmi í rómverskum tölum. 

 

Það vantar einnig sundlaug í hverfið. Frændi minn býr í Mosfellsbæ og þar er nemendum stundum hleypt í frjálsum tíma í skólanum að fara í sund þar sem sundlaugin er við hliðin á skólanum. Íþróttatímar mættu vera úti, mér finnst gaman á haustin og vorin þegar íþróttatímar eru úti og það mætti gera meira af því sem við viljum gera t.d. að fara á línuskauta. Það er mikil og góð hreyfing.

bottom of page