top of page

Jóhann Smári Jónbjörnsson

Maturinn í Sæmundarskóla

 

Það væri gott ef það væri sjoppa alla daga og opið oftar en bara í nestinu sem er kl. 10:15. Það væri fínt að hafa stærri sjoppu með meira úrvali og til dæmis að hafa kannski pítsu til sölu á föstudögum. Hafa líka fleiri drykki til sölu til dæmis að hafa drykki til sölu eftir íþróttir.

 

Í Sæmundarskóla er hægt að kaupa 10 miða kort hjá ritaranum. Ég væri til í að geta borgað líka með peningi og korti en ekki bara þessum miðum sem maður kaupir. Sumir vilja kannski ekki taka nesti með sér í skólann og svo þegar það eru frímínútur þá þurfa sumir að labba í 10 til 15 mínútur til að fara heim og fá sér eitthvað að borða.

Sumir eru líka að fara í Krónuna sem er alveg næstum hálfum kílómetra í burtu og tekur langan tíma og þá er maður oftast seinn í kennslustund.

bottom of page