top of page

Jóhann Eldar

Hvað mér finnst má breyta við að vinna í bókum og tölvum

 

Ég er að skrifa um hvað mér finnst megi breyta við að vinna í bókum, tölvum og öllu þannig. Þegar maður er að læra finnst mér að ef allir myndu hafa sinn stað t.d. hillu fyrir bækur og skóladót, þá myndi maður geta haft mikið minna í töskunni sinni og maður myndi ekki týna bókum jafn oft.

 

Mér finnst alltaf vanta fleiri tölvur í tímum og það eru yfirleitt nokkrar tölvur bilaðar. Kosturinn við bækur er að maður getur raðað öllu upp alveg eins og maður vill. Gallinn við bækur er hins vegar að það er einfaldara fyrir flesta að skrifa i tölvu en í bækur. Þegar maður skrifar í tölvu, síma eða spjaldtölvu, skrifar maður miklu hraðar en þegar maður skrifar í bækur og fær maður þannig meira pláss til að skrifa. Ef maður skrifar villur í texta í tölvu þá láta sum forrit vita af því. Textar líta einnig oftast betur út i tölvum og það er einfaldara að lesa þá. Það er hægt að senda verkefni frá hvaða stað sem er og með Google Docs geta margir unnið í sama verkefninu í einu. Gallarnir við tölvur, síma og spjaldtölvur eru að það eru margir hlutir sem geta gerst við slík tæki. Það kostar mikinn pening að hafa tölvur, síma og spjaldtölvur í skólanum og eins og með bækur getur margt gerst svo að verkefnið virkar ekki eða týnist. Maður getur t.d. strokað allt út eftir að hafa sent á vitlaust netfang.og tölvan slekkur á sér ef rafhlaðan klárast.

 

Hverju má breyta við að vinna í tölvum, símum og spjaldtölvum? Stundum er þetta ekki útskýrt nógu vel og kannski þarf að gera meira en að skrifa í tölvur og í staðinn fyrir að þurfa berjast fyrir tölvum þ.e. þegar þær eru of fáar. Kannski þarf þá að gefa þeim sem þurfa mest á þeim að halda eða jafnvel hafa fleiri tölvur í boði. Kannski væri líka hægt að hafa bara fleiri hópverkefni.

bottom of page