top of page

Það þyrfti sundlaug í Grafarholtið

 

Sundlaugar eru íslenskt fyrirbæri þær eru hitaðar upp með vatni sem við nóg af og það er ekki mikið vandamál að setja upp eina sundlaug. Það eru sundlaugar úti á landi t.d. á Tálknafirði og svoleiðis en það er engin sundlaug í Grafarholti.

 

Flest öll hverfi eru með sundlaug fyrir íbúa sína en ekki Grafarholt. Það var gert ráð fyrir því að sundlaug kæmi árið 2017 en það er búið að fresta því til ársins 2020.

 

Það væri mikill kostur að vera með sundlaug fyrir Grafarholtið og Úlfarárdal, það kostar minna fyrir skólann þar sem það er hægt að spara rútuna og krakkar geta þá bara labbað í sund. Krakkar geta einnig byrjað að æfa sund í sínu hverfi og þurfa þá ekki að fara í annað hverfi. Þetta þarf ekki að vera stór sundlaug t.d. bara eins og í Mosfellsbæ þ.e. einn eða tveir pottar og ein stór sundlaug. Ef það væri sund í hverfinu þá gæti verið að unglingar fari oftar í sund t.d. er Grindavík lítill bær og ef unglingar vilja hoppa í sund þá er sund er góð æfing.

 

Mín skoðun að það vanti sundlaug í Grafarholtið sem fyrst. Þeir sem eru núna í grunnskóla verða kannski fluttir í annað hverfi þegar sundlaugin loksins kemur.

Jason Alexander Hilmarsson

bottom of page