top of page

Helgi Snær

Skemmtilegra námsefni

 

Mér finnst námsefnið í Sæmundarskóla ekki vera skemmtilegt og þess vegna er ég að skrifa um skemmtilegra námsefni í Sæmundarskóla. Ég spurði 20 jafnaldra mína og af þeim voru 17 sem sögðu að það væri alltof mikið heimanám og að þeim fyndist námsefnið leiðinlegt í flest öllum námsfögum. Íþróttir eru oftast taldar sem skemmtilegasta greinin og finnst fólki það aðallega af því að þar fær það útrás og fær að hreyfa sig eftir að hafa setið á hörðum stól í 1-2 tíma. Mér finnst við ekki vera að fá þessa útrás því við erum alltaf í skotbolta og það er ekki mikil hreyfing í því. Á þessari önn höfum við t.d. farið bara einu sinni í fótbolta. Í stærðfræði er tvennt sem við gerum, það er að glósa og vinna dæmi. Ég spurði 10 nemendur í unglingadeild og allir sögðu að það væri allt of mikið að glósa í stærðfræði.


Mér sjálfum finnst námsefnið í Sæmundarskóla vera flest mjög leiðinlegt. Ég valdi þetta umræðuefni vegna þess að mér finnst kennarar geta gert námsefnið öðruvísi og skemmtilegara. Það þarf ekki að vera alltaf öðruvísi en það væri fínt að fá smá breytingar af og til. Aðalnámsskrá grunnskóla segir til um það hvað skal læra, það má kenna það á hvaða hátt sem er. Af hverju nota kennarar það ekki til þess að gera það sem mest skilningsríkt og skemmtilegt? Hægt væri kannski að fara í stærðfræði leiki í spjaldtölvum eða bara eitthvað þar sem laaaaaaaaaang flestir eru komnir með ógeð af námsbókunum og vilja gera eitthvað annað.

bottom of page