top of page

Helga Guðrún Elvarsdóttir

Unglingaveikin

 

Hvað er unglingaveikin? Hún er talin vera eitt af þeim tímabilum í lífi unglings þegar þeim langar að gera hvað sem er, hvenær sem er og enginn má setja út á það.

 

Ég man eftir einu skipti þegar foreldrar mínir báðu mig um að taka til, fara með ruslið og vaska upp, en ég nennti því ekki. Í lok dags töluðu þau við mig en ég hunsaði þau og þá sagði mamma ,,Jesus hvað þú ert með mikla unglingaveiki”.

 

Unglingaveiki er í raun ekki veiki heldur hegðun, tilfinningar og ólæti allt blandað saman í einn pott og ef þetta væri alvarleg veiki þá ættu maður vera bólusett fyrir henni. Við erum bara að vaxa og þroskast úr barnalíkmannum. Unglingaveikin er mjög lík gelgjunni þar sem maður er talinn vera pirraður, þreyttur og latur. Ég sem unglingsstelpa þekki þessa ,,veiki” fremur vel, hún er ekki slæm því ef væri ekki fyrir henni þá værum við ekki unglingar sem við erum. Það sem gerir okkur að unglingum er ,,veikin”. Það góða við hana er að hún veitir okkur styrk til að vera alveg sama um hluti, sofa allan sólarhringinn, haga okkur eins og við viljum og loka okkur af með tónlist.?

 

Unglingar eru einar af sterkustu manneskjunum í samfélaginu því við erum næsta kynslóð sem tekur við og það þarf að meta það, því að barnabarnabarn þitt verður næst í höndunum okkar, kæru foreldrar. Við erum að taka við af ykkur og komum með nýjar hugmyndir, jafnvel skapandi og fræðandi fyrir framtíðinna.

 

Svo þegar þið segið næst ,,Jesús hvað þú ert með mikla unglingaveiki” hugsið þá um að þið voru svona líka á okkar aldri.


Svo segðu mér núna hvað er unglingaveiki??

bottom of page