top of page

Haraldur Einar Ásgrímsson

Er fólk að gera of mikið vandamál úr öðrum vandamálum?

 

Vandamál í heiminum er eitthvað sem er algjörlega óumflýjanlegt. Frá upphafi heimsins hafa alltaf komið upp einhvers konar vandamál, hvort sem það hafi verið vandamál við að finna mat hjá hellisbúunum í fornöld, hvort börnin í dag eigi ekki nýjasta símann frá Apple eða eitthvað sem skiptir aðeins meira máli eins og hungursneyð í þróunarlöndunum. En í kringum flest vandamál virðast alltaf myndast umræður um vandamálið. Slíkar umræður eru ýmist á jákvæðum eða neikvæðum nótum.

Útskýring á hugtakinu vandamál segir að vandamál sé hindrun sem veldur því að erfitt getur reynst að ná takmarki eða markmiði. Þannig að ef vandamál gerir þér erfitt fyrir, af hverju ættirðu þá að gera  vandamálið verra með því að skapa slæma umræðu í kringum það,  til dæmis á samfélagsmiðlum líkt og Facebook. Ég hef fullan skilning á að fólk sé ekkert alltaf að tala illa um umræðuefnið heldur getur það verið að leggja til lausn eða einfaldlega bara spjallað við félaga sína um “vandamálið”. En oft sé ég að óþarfa leiðindaumræða skapast um umræðuefnið og finnst mér það algjörlega ónauðsynlegt.

Færslur á Facebook um úrslit í ensku knattspyrnunni eða mistök dómara í leik í íslensku deildinni hafa oft leitt til líflegra ummæla sem byggjast á einu vandamáli sem voru líklega mannleg mistök.

Þannig mín skoðun er sú að fólk eigi að sleppa því að líta alltaf á neikvæðu hliðina og reyna að líta á jákvæðu hliðina.

 

bottom of page