top of page

Halldór Sigurðsson

Betri tölvur í skólann

 

Fartölvur

Ég og margir aðrir værum til í að fá nýjar tölvur í skólann. Við erum með Lenovo Thinkpad Edge en ef ég mætti ráða þá myndi ég vilja fá Alienware tölvur, þær kosta samt alveg góðan slatta af pening en við hljótum að eiga einhvern pening. Alienware eru mögulega bestu leikjatölvur í heiminum. Þær eru mjög fljótar, með gott minni, þægilegar og léttar. Lenovo tölvurnar sem við erum með geta stundum tekið hálftíma að skrá sig inn og stundum er erfitt að tengja við netið. Samt er eitthvað gott við þessar tölvur til dæmis að þær eru léttar og þægilegar og með Windows stýrikerfi 7.

 

Spjaldtölvur

Spjaldtölvurnar finnst mér alls ekki vera góðar. Við erum með Samsung spjaldtölvur en flestir kunna betur á Ipad spjaldtölvur en samt eru einhverjir með Samsung. Ég gerði tilraun um hvort maður myndi frekar vera með iPad eða Samsung spjaldtölvur. Ég spurði 15 krakka í bekknum og fékk áhugaverðar útkomu: 14 nemendur vilja iPad og einn vill Samsung. 

 

Flestir vilja frekar vera að vinna í iPad, hann er bæði þægilegur og léttur. Það er léttara að læra á iPad og vita hvernig hann virkar og það eru til margar gerðir til dæmis iPad mini, iPad 1, 2, 3, 4, iPad Air og iPad Pro og þeir eru í mörgum stærðum og gerðum. Ég væri meira til í að vinna með iPad.

bottom of page