top of page

Halldór Bjarki

Vakna seinna en vera lengur í skólanum

 

Í Sæmundarskóla byrjum við skóladaginn klukkan 8:10 og erum búin 14:10. Ég spurði nokkra hvenær þeir vöknuðu og fann að meðaltal var um 7:30. Mér sýnist að um morgna eru margir mjög þreyttir og yfirleitt vakna þeir ekki alveg fyrr en um nesti, á meðan eru þau hálf sofandi í tímum og vinna ekki alveg 100%. Ég held að ef við myndu vakna seinna værum við ferskari, fáum meira út úr tímum og verðum jákvæðari.

 

Það voru u.þ.b 12 manns af 20 sem fannst að hafa þetta eins væri betra. Hinum átta langaði að breyta hvenær við vöknum og förum úr skólanum.

 

Persónulega langar mig að sofa lengur en samt langar mig ekki að vera lengur í skólanum og held að flestir myndu vilja það. En það er nú ekki hægt því aðalnamskrá leyfir það ekki, við verðum að vera ákveðið mikið í skólanum. Ingunnarskóli er með það þannig að þau byrja kl. 8:30 á venjulegum degi og eru búin kl. 14:20 við í Sæmundarskóla á venjulegum degi byrjum við kl. 8:10 og búin kl. 14:10. Það þýðir að þau eru 10 mínútum minna en við í skólanum og ég er ekki sáttur með það. Ég reyndar veit ekki hvað matur og nesti er langt hjá þeim, en það gæti verið styttra hjá þeim.

 

Ég fékk að sjá stundarskrá hjá Ingunnarskóla og þau voru með allt það sama og við, jafn langir tímar, jafnlangt nesti og matur sem þýðir að Ingunnarskóli er styttra en við í skólanum á venjulegum degi.

 

Gerð var tilraun í Bandaríkjunum þar sem 9000 unglingar tóku þátt en þar byrjaði skólinn klukkan 8:40 á morgnana í staðinn fyrir 8:00, þetta leiddi til þess að unglingar mættu betur, fengu hærri einkunnir, minna var um þunglyndi og þeir drukku minna af koffein drykkjum. Mér finnst þetta gott dæmi um þetta mál.

bottom of page