top of page

Gunnar Karl Þrúðmarsson

Matarfar Sæmundarskóla

 

Það er tímabært að það verði smá breytingar á réttum í stað þess að vera fara eftir einhverju plani alltaf. Það þarf úrval og þá væri hægt að borða mun fjölbreyttari fæðu.Þá er eitthvað annað til staðar og maður getur fengið kannski mat sem mann langar í. Þetta myndi virka þannig að ef yngri deildir myndu velja pítsu þá fengju allir bekkir pítsu einu sinni í viku. Pítsa væri valin þá myndi unglingadeildir fá Dominos pítsur.

 

Þetta hefur verið að gerast í sumum íslenskum skólum svo mér finnst að við ættum að prófa þetta og gefa nemendum smá frelsi um þann mat sem þeir borða í skólanum. Mér finnst tímabært að við gerum svona breytingar líka og gefum öllum bekkjunum smá val um hvað við borðum. Það er líka alveg tímabært að gefa yngri krökkunum smá ábyrgð og smá val. Þetta yrði betra fyrir alla. Þá væri ekki alltaf verið að fara eftir sömu rútínu aftur og aftur. Til dæmis er alltaf fiskur á mánudögum og miðvikudögum og því mætti breyta.

 

Það væri gaman að prófa þetta einn vetur, að á hverjum hálfum mánuði myndi einn bekkur velja mat fyrir allan skólann þann dag. Kannski fyrst myndi 1. bekkur velja og svo 2. bekkur velja og svo framvegis. Það yrðu miklar framfarir í skólanum okkar við gætum kallað það sjálfstætt matarfar og það myndi vera frekar skemmtilegt fyrir alla bekkina og kennarana. Þá kemur líka í ljós hvað er sérstakur matur hjá hverjum einstaklingi. Þetta myndi gera allt svo fjölbreytt. Í tvo mánuði væri sérstakur matur sem hver og einn bekkur myndi velja. 

 

Það myndi koma í ljós hvernig það virkaði en það yrði kannski aðeins meira álag á mötuneytið en ekkert sem starfsfólkið þar getur ekki höndlað. Það væri líka frábært að fá eina Dominos á kantinn í unglingadeildina.

 

bottom of page