top of page

Guðni Valur Auðunsson

Framtíðarskóli?

 

Af hverju eru kennarar með betri stóla en nemendur?

Mér finnst skrítið að kennarar eru með betri stóla heldur en nemendur. Við sitjum allan daginn á hörðum stólum en kennarar eru með mjúka stóla. Ef einhver er fatlaður og er illt í fótunum og þarf hvíld hann getur fengið mjúkan stól.  Við erum líka manneskjur eins og kennarar.

Sjoppu og/eða búð í Úlfarsárdal.

Tengist ekki skólanum en það væri svo gott að hafa sjoppu í Úlfarsárdal svo við getum fengið meira NAMMI! Það væri gott fyrir foreldra ef það væri búð til þess að þeir fari oftar í búðina og þá getum við verið í tölvunni.

Tölvuleiki í stærðfræðikennslu

Ég vil nota Minecraft við stærðfræðikennslu. Það væri gott að nota Minecraft og kennarinn getur horft á okkur öll í einu í leiknum. Þessir kubbar sem við notum í dag eru ömurlegir og það geta bara verið 5-6 spilarar í Minecraft öll á einum server.

Sundlaug í Sæmundarskóla

Ég vil hafa sundlaug í Sæmundarskóla. Þá þarf ekki rútu. Það væri gott að fara í sund í gati eða eyðu og sundkennsla væri góð og ég myndi nenna að fara í sund. Sundlaug í hverfið væri lífið okkar og við þyrftum ekki að fara í skólann. Við myndum bara læra í sundi #góðurpunktur

Styttri kennslustundir.

Af því að það væri gott fyrir okkur að vera stutt í tíma. Það væri bara gott að stytta kennslustundir svo við getum farið meira í tölvuna eða símann. Ein kennslustund er 50 mínútur og ef við styttum um 20 mínútur eru það 30 mínútur allt í allt. Eftir þessar vangaveltur þá ætla ég að segja ykkur sögu…


...einu sinni var strákur sem hét Guðni. Hann bjó í Grafarholti með fjölskyldunni sinni, hann átti eina systur og níutíu bræður, bjuggu þau öll með mömmu sinni og pabba. Í húsinu var eitt klósett (þú veist hvernig það er). Hann var algjört tölvunörd og nammisjúkur. Hann var ekki bara tölvunörd heldur líka tölvusjúkur og alltaf að spila Minecraft. Í skólanum hans voru mjúkir stólar sem var gott fyrir suma sem eru öðruvísi. Stór kennslulaug var í skólanum, allt gólfið var vatn. Það voru sérstök borð á veggjum fyrir fjöltengi, með gleri yfir svo það færi ekki vatn inn í það. Vatnið náði upp á kálfa, vatnið var heitt svo engum yrði kalt. Þetta var til þess gert að slaka á í löppunum. Ef blöð duttu niður í vatnið var það ekki gott fyrir nemendur, því þá þurftu þeir að gera allt aftur. Því var best að allir væru með spjaldtölvur í vatnsheldu hulstri. Gólfið hjá bókasafninu var djúpt, það var sundlaug svo hægt var að synda í skólanum. Einu sinni í viku var skipt um vatn í skólanum, það var gat á gólfinu þar sem vatnið fór út og hreinsaði skólann. Í skólanum var fullt af sjoppum, nammi út um allt, gos, mjólk, Cocoapuffs, kremkex, brauð, djúpsteiktur hamborgari með frönskum og tómatsósu. Það mátti alltaf borða og taka með í tíma og spila Minecraft í stærðfræði. Guðni var alltaf á kafi í sundstofunni, og hann borðaði alltof mikið nammi, og hann var alltaf að búa til eitthvað í Minecraft. Það er vandamál að komast út, því vatnið fór oft út. Það voru sérstakar hurðar, það voru þrjár hurðar í hverju herbergi. Opnar fyrst eina hurð og ferð í gegn og lokar, opnar svo næstu og lokar, ferð svo út um síðustu og lokar, þá fer alltaf bara lítið vatn út úr herberginu í einu.

bottom of page