top of page

Guðjón Már Atlason

Meira þrek í skólaíþróttum

 

Mér finnst að það eigi að vera mun meira þrek í íþróttum í skólum en er núna. Mér finnst krakkar ekki nenna að hreyfa sig og þegar þeir þurfa að taka á fara þeir að væla og segja ,,þetta er of erfitt”, ,,ég er svo þreyttur”, ,,ömurlegar æfingar” o.s.frv.

 

Ég gerði könnun á því hvernig nemendum litist á að hafa bara þrek í íþróttatímum. Svörin voru á þessa leið: sögðu 6 og nei sögðu 17. Ég spurði einungis krakka úr bekknum mínum.
En mér er alveg sama um þessa könnun. Mér finnst að það ætti að vera mun meira þrek vegna þess að það er gott fyrir líkamann.

 

En ef nemendur vilja ekki bæta sig en eru samt í íþróttum þá gerist nákvæmlega ekki neitt. Til þess að ná árangri þarftu að vilja ná árangri. Heimurinn í dag er orðinn fullur af feitu fólki. Í kringum 40-60% af fólki á við offituvandamál að stríða og það verður að breytast. Ég á samt ekki við að ég sé á móti of feitu fólki. Nei, nei, nei. Ég er á móti of feitu fólki sem vill ekki ná árangri heldur deyja. Og ég er ekki á móti of feitu fólki sem fer í ræktina og gerir allt til þess að ná árangri. Það sem ég er að segja er að það er gaman og gott að vera í góðu formi, og það er betra að byrja strax að æfa sig og ná árangri í staðinn fyrir að gera það of seint.

bottom of page