top of page

Viktor Árnason

Af hverju maður ætti að borða kjötlausa fæðu.

 

Kjöt er eins og allflestir vita búið til úr myrtum dýrum. Margir segja að dýra dráp sé ekki morð af því þau eru bara dýr og hafa ,,ekki” tilfinningar, en hver er munurinn á að myrða og drepa.  Kindur, hestar,kýr og kjúklingar eru myrt á marga hryllilega vegu. Kjöt er oft gert úr efnum sem dýrunum var byrlað t.d. er kjúklingum gefið of mikið af korni sem er ræktað með skordýra eitri.  Kjúklingarnir verða þá of stórir og svo þungir að þeir geta tekið þrjú skref á klukkutíma. Þeir gjalda svo að milljónir af heimskum manneskjum geti fengið sér eitthvað gott. Dýrin eru ekki einu sinni svæfð áður en þau eru tekin af lífi, þau eru vakandi og sjá þegar þau eru drepin. Hvernig fyndist þér að vera vakandi á meðan einhver heggur í þig með öxi, eða að þér sé hrint í pitt af dauðum dýrum með einhverskonar vél maskínu.

 

 

Fólki er alveg sama um öll dýrin, nema ónáttúrulegu gæludýrin sín. Það er bara að pæla í að eiga nýjasta símann eða kaupa flottustu fötin. Manneskjur fatta stundum ekki að mörg dýrin fá mjög hryllileg meðferð. Þau eru lamin til dauða með öxi og hafa engan rétt. Ég er ekki að skipa neinum að hætta að borða kjöt, en næst þegar þú kaupir þér hamborgara á American Style, Metro eða Burger King,  hugsaðu þá út í aumingja dýrið sem var alið upp í búri allt sitt ,,líf” og svo illilega myrt. Gerið þið það, minnkiði aðeins kjötneysluna. Prótein er líka ofmetið, fólk borðar of mikið af kjötpróteini á hverjum degi. Margir deyja af of mikilli prótein neyslu. Þess má einnig geta að að það er dýraskítur í skyndibitakjöti.

 

Næst áður en þú tekur bita af skítborgaranum þínum pældu þá í hvernig þér hefði liðið.

bottom of page