top of page

Dagmar Alda Leifsdóttir

Skólabíllinn í Sæmundarskóla

 

 

Skólabíllinn í Sæmundarskóla sækir krakka sem búa í Úlfarsfelli og eru í Sæmundarskóla. Hann sækir bara krakka í 10. bekk því að Dalskóli (skólinn í Úlfarsfelli) er ekki með 10. bekk. Hann er bara upp í 9. bekk. Stundum geta aðrir komið með en ekki oft.

 

Mér finnst asnalegt að skólabíllinn skuli aðeins sækja nemendur í 10. bekk því að það eru krakkar sem eru yngri sem búa í Úlfarsfelli og eru í Sæmundarskóla. Þau þurfa annað hvort að láta foreldra skutla sér, taka strætó eða labba.

 

Ef maður tekur svona oft strætó mun það kosta mjög mikið. Það eru sirka fimm nemendur í 10. bekk sem taka skólabílinn. Af hverju mega ekki nokkrir krakkar koma í viðbót? Skólabíllinn er alveg nóg of stór. Bílstjórinn bannar t.d. mér ekki að fara með en ég næ aldrei að taka hann því að mjög marga daga er 10. bekkur búinn á undan mér og þá kemur skólabíllinn ekki þegar ég er búin í skólanum.

 

Á heimasíðu Sæmundarskóla stendur að hann sé fyrir alla unglingadeild en hann er bara fyrir 10. bekk. Fyrir einu eða tveimur árum síðan máttu allir bekkir fara í skólabílinn svo fékk mamma póst að nú væri hann bara fyrir 10. bekk. Okkur fannst þetta skrítið því að þá mætti bróðir minn fara í skólabílinn en mamma mundi þurfa að vakna bara til þess að skutla mér.

 

Fólk hvetur mig oft til að fara í Dalskóla en ég vil ekki gera það því að t.d. þegar ég flutti í Úlfarsfellið var húsið mitt fyrsta húsið í hverfinu og þá var Dalskóli ekki í hverfinu þannig að ég fór í Sæmundarskóla. Ég vil ekki vera að skipta um skóla núna þegar ég er kominn í 8. bekk því að allir vinir mínir eru í þessum skóla auk þess sem námið í Dalskóla öðruvísi uppbyggt.

 

Sæmundarskóli er skólinn sem mig langar að vera í.

bottom of page