top of page

Óttarr Daði Garðarsson Proppé

Stólarnir í unglingadeild

         

 

Við hér í Sæmundarskóla erum með nýjan skóla. Hann er vel byggður, snyrtilegur, huggulegur, Smarttöflur eru í hverri stofu og alls konar þægindi. Það er samt eitt sem má laga.

 

Við þurfum að þola harða stóla í 6 klukkutíma (stundum sjö) fimm daga í hverri viku í næstum heilt ár.

 

Það er mögulega fullt af krökkum sem eru með verki í bakinu eftir langan dag í skólanum eftir að þurfa að sitja á svona hörðum stólum. Stundum er ekki hollt fyrir líkamann að sitja á svona hörðum stólum. Sumir unglingar eru orðnir hávaxnir og það er mögulega mjög óþægilegt fyrir þá að sitja á svona stólum.

 

En ef að við myndum fá þægilegri stóla þá er möguleiki að sumir nemendur myndu reyna að gera gat á stólana. Kannski er þá hægt að kenna öllum að virða það að við fáum svona góða og þægilega stóla. Nauðsynlegt er svo að nemendum gangi vel í náminu að þeim líði vel. Stólarnir gera þeim það ekki kleift ef maður er með vonda stóla.

 

Kannski myndi það breyta einhverju. Ef krakkar myndu fá betri stóla þá mögulega myndu krakkar vera með jákvæðari vinnuskap gegn skólanum og kannski myndu krakkar hætta að pirra aðra krakka þegar þeim líður illa.

 

Þess vegna legg ég til, og margir aðrir, að leyfa skólastjóranum að prufa að sitja 1-3 daga á svona stól eins og við þurfum að sitja á á hverjum degi.


Hjálpumst að við að gera skólann betri og gera skólann þægilegan.

bottom of page