top of page

Elín Björt Einarsdóttir

Mörk í Leirdalinn

 

Leirdalur er svæði í Grafarholti, það er í góðu skjóli við há tré og flotta náttúru. Leirdalur er með mjög flottan fótbolta völl með mjög grænu fallegu grasi en vandamálið er að það vantar mörk.

 

Ég valdi mér það málefni að fá mörkin aftur í Leirdal. Það er búið að breyta fótboltavellinum í bogasvæði, golfvöll, hjólasvæði og skokksvæði. Þessi völlur var einu sinni fótboltavöllur og þá voru allir þarna á sumrin í fótbolta, það voru fótboltaæfingar og fótboltanámskeið.

 

Af hverju þurfum við mörk? Það get ég sagt ykkur, við þurfum mörkin svo fólk geti farið í fótbolta á sumrin. Einnig svo fótboltanámskeiðin geti byrjað aftur í Leirdal. Við sem æfum fótbolta í Grafaholti viljum ekki alltaf fara upp í Úlfarsárdal og Safarmýri á æfingar, við viljum líka hafa þær uppi í Leirdal svo það sé styttra fyrir okkur að fara á æfingu eða í fótbolta að leika okkur.


Mín skoðun er sú að við getum haft bæði fótbolta og aðrar íþróttir eins og bogfimi, skokkhópa og hjólahópa í Leirdal. Hugsanlega væri hægt að skipta á milli hópanna dögum, t.d. er hægt að setja mörkin upp um helgar á laugardögum og sunnudögum og hinir hóparnir fá virku dagana og þá eru mörkin ekki á svæðinu.

bottom of page