top of page

Leó Már Jónsson

Ætti að leyfa eiturlyf undir ákveðnum kringumstæðum?

 

Á Íslandi hafa eiturlyf verið vandamál. Til dæmis er alltof auðvelt fyrir börn að nálgast eiturlyf, of margir glæpir eru í kringum eiturefnin og alltof mörg dauðsföll bæði hjá börnum og fullorðnum. Það er greinilegt að það sem við erum að gera núna er ekki að virka. Hvað gætum við gert, hvað með að lögleiða þau?

 

Til þess að laga þetta vandamál gætum við byrjað á því að lögleiða eiturlyf og selja það eins og við seljum tóbak eða vín. Ríkið mun selja eiturlyfin þannig að engin börn munu komast í þau, þú mættir bara kaupa ákveðin skammt fyrir þig sjálfan á dag og væru ströng aldurstakmörk. Kostirnir við að lögleiða þau eru til dæmis að þá munu miklu færri börn komast í þau og í þeim verða þá ekki ógeðsleg viðbætt efni. Þá myndi líka svarti markaðurinn minnka og ríkið fá meiri tekjur í forvarnir og meðferðir. Glæpirnir í kringum eiturlyf í dag eru alltof margir, til dæmis er verið að hóta lifláti, láta fólk flytja inn ólögleg efni og nota þau eins og þræla. Við gætum minnkað þá eða næstum því útrýmt þeim ef ríkið selur eiturlyfin, þar að leiðandi munu dópsalarnir missa þessi völd á fíklum sem kaupa eiturlyf. Sumir telja að gallarnir við það að lögleiða þau eru að þá mun fleira fólk fara að prufa eiturlyf. En það sem ríkið mun reyna að gera með forvörnunum og meðferðunum er að fækka notkun eiturlyfja og helst að reyna útrýma þeim. Síðan má ekki gleyma að fólk á Íslandi sem er háð áfengi er boðið meðferðir og er horft á það sem fíkla ekki glæpamenn.

 

Í Portúgal hafa eiturlyf verið lögleg síðan 2001 og hefur ríkið horft á fíkla sem sjúklinga en ekki glæpamenn, landið er með sér kerfi sem notar sérstök kort. Kortin virka þannig að ef þú ert með kort þá mátt eiga eiturlyf sem duga í 10 daga fyrir þig einan. Ert þú gómaður með fíkniefni en ert með kort og löglegan skamt af eiturlyfi verður þú ekki strax dæmdur fyrir dóm eða færð refsingu heldur í staðin ertu látinn tala við sálfræðing, hjúkrunarfræðing og lögfræðing um vandamál þitt. Þessir aðilar geta sektað þá sem nást, bannað þeim að vinna ef þeir eru læknar eða leigubílsstjórar en reyna að hjálpa þeim og komi þeim í meðferð. Þetta hefur verið að virka mjög vel og hefur til dæmis svarti markaðurinn minnkað og færri börn verið að fá eiturlyf. Auk þess hafa sjúkdómar sem tengjast fíkniefnum minnkað töluvert en notkun hefur ekki aukist.

 

Mín niðurstaða er sú að við sem þjóð ættum að horfa upp til Portúgals og nota svipaða eða bara sömu aðferð og þeir, ég trúi því að ef við gerum það þá myndi þessi vandi með eiturlyf í dag fara eða hreinlega hverfa. Eins og ég sagði áðan þá er horft á áfengissjúklinga ekki sem glæpamenn heldur sjúklinga, en eiturlyf eru jafn ávanabindandi og áfengi afhverju eigum við þá að horfa mismunandi á áfengissjúklinga frekar en fíkniefnasjúklinga. Ég vona bara fyrir þjóðina að við munum gera svipað og Portúgal og tækla þetta vandamál sem þjóð, því ef við gerum það þá munu fækka um glæpi dauðsföll og margt annað svona ógeðslegt.

bottom of page