top of page

Stefán Mar Ómarsson

Einelti í grunnskólum

           

Að verða fyrir einelti í grunnskóla er aldrei gott. Þannig ef einhver er að leggja þig í einelti áttu annað hvort að ganga í burtu eða tala við kennara. En ef þú leggur einhvern í einelti ert þú ekkert betri en hann sem lagði þig í einelti. Samt það er alltaf slæmt ef þú ert lentur í einelti. Ég veit þetta af því að í fyrsta bekk var ég alltaf lagður í einelti þannig ég veit þetta. En ég er ennþá lagður í einelti í dag stundum en ég er vanur því reyndar. En ef þú ert lagður í einelti reyndu að komast úr vandamálinu með því að tala við kennara eða ganga burt.  

 

Maður ætti ekki að leggja fólk í einelti það er engin ástæða til þess. Það má ekki leggja fólk í einelti, það bara má ekki gera það. Ég veit ekki af hverju fólk gerir það og ég veit ekki hvort þeim finnst það gaman eða leiðinlegt. Ef þú hefur lagt einhver í einelti hættu að gera það. Það er ekki fallegt og sá sem þú lagðir einelti líður ekki vel. Hvernig heldur að þú að þér mundi líða ef þú værir legður í einelti.

 

Ef það er verið að leggja þig í einelti reyndu að nota það sem ég var að segja og kannski kemstu út úr vandamálinu.

bottom of page