top of page

Freyja Rún Herbertsdóttir

Þrif á skólatíma

 

Í Sæmundarskóla eru margir kostir og margir gallar en það er einn galli sem fer í taugarnar á mér, þrif á skólatíma.

 

Allt miðstigið er á efstu hæðinni og þegar bekkurinn minn var þar uppi þá var alltaf búið að skúra akkúrat fyrir neðan stigann og bara þar. Við þurftum að labba á tánum til að verða ekkert svakalega blaut í fæturna. Þegar allir voru komnir upp var skúrað aftur yfir gólfið.

 

Svo þegar tíminn var búinn og við vorum að fara aftur niður þá var gólfið ennþá blautt og sokkarnir okkar nýbúnir að þorna alveg en urðu fljótt aftur blautir.

 

Mér finnst að það ættir bara að skúra eftir að allir krakkarnir hafa farið heim.

bottom of page