top of page

Kristján Friðrik Sveinbjörnsson

Fleiri íþróttagreinar

 

Ég hef verið í Sæmundarskóla öll mín grunnskólaár og mér finnst allt of fáar íþróttagreinar í íþróttum. Núna ætla ég að segja ykkur af hverju það ætti að vera fleiri íþróttagreinar í íþróttum.

 

Mér finnst íþróttir í Sæmundarskóla ekki nógu fjölbreyttar. Jú, það eru alveg 10 til 15 greinar en það vantar margar skemmtilegar greinar t.d. frjálsar íþróttir, bogfimi, tennis og kúluvarp. Það vantar líka borðtennisborð fyrir þá sem æfa borðtennis og stærra íþróttahús fyrir fótbolta, handbolta, kúluvarp, tennis og frjálsar íþróttir.

 

Sumir æfa frjálsar íþróttir þannig þeir fá ekki að æfa sig í íþróttum eins og maður getur gert í handbolta og fótbolta, en samt förum við ekki það oft í handbolta því ég krefst þess að við förum oftar í handbolta. Við förum oft í körfubolta og fótbolta en eiginlega aldrei í handbolta. Fáum líka íþróttahús með grasi því ég er ekki því ég er ekki að nenna að fá brunasár eftir hverjar íþróttir sem við förum í fótbolta.

 

Takk fyrir mig og ég vona að ég hef sannfært ykkur um af hverju það þurfa að vera fleiri íþróttagreinar í íþróttum.

bottom of page