top of page

Árni Jökull Guðbjartsson

Er frægð góð?

 

Margir velta fyrir sér hvernig heimur frægðarinnar er, hvort hann sé góður eða slæmur eða bara bæði og hugsa líka stundum: Vá, hvað það væri nú gott að vera ríkur og frægur.

 

En er frægð nokkuð góð fyrir mann? Justin Bieber, Miley Cyrus og Macauley Culkin eru allt dæmi um frægt fólk, en lifa þau góðu lífi?

 

Þann 17. september 2004 var Macauley Culkin handtekinn fyrir að vera með eiturlyf á sér. Þann 23. janúar 2014 var Justin Bieber handtekinn grunaður um að keyra undir áhrifum fíkniefna með útrunnið ökuskírteini og að neita handtökuskipun án ofbeldis. Einnig hefur hann margoft verið kærður fyrir vörslu fíkniefna og háskalegan akstur. Miley Cyrus var einnig fræg í æsku en nú hefur hún breyst frá Hannah Montana í konu sem er ekki góð fyrirmynd.

 

Spurningin stendur því enn: Er frægð góð fyrir mann? Frægð getur haft góða hluti í för með sér en ef þú velur ranga braut getur það haft slæm áhrif á líf þitt og annarra í kringum þig.

bottom of page