top of page

Silja Marín Róbertsdóttir

Gleði – Virðing – Samvinna

 

Einkunnarorð Sæmundarskóla eru gleði, virðing og samvinna. Ég er viss um að flest allir skólar hafa einhvers konar einkunnarorð eins og t.d. Ingunnarskóli er með virðing, ábyrgð og vinsemd. Þetta eru svipuð einkunnarorð og okkar og við sem nemendur eigum að standa við þau, til þess eru þau gerð.

 

Við eigum að taka þessi einkunnarorð og setja okkur þau sem markmið, ekki láta það fara inn um eitt eyrað og út um hitt. Stimplum það inn í höfuðið og geymum þau ár eftir ár.

 

Það er satt, enginn er eins, en þrátt fyrir það eiga allir að bera virðingu fyrir öllum og vera glaðir og gleðja til hvort annars sama þó að þú sért pirraður/pirruð. Tökum sem dæmi að þú ert að gera verkefni í skólanum og kennarinn segir að þú eigir að vera með Sigga og þið eigið að vinna saman í þessu íslenskuverkefni og þú byrjar að gretta þig og segir ,,af hverju Siggi ég vil ekki vera með honum“ Og kannski segir þú þetta bara vegna þess að hann er með öðruvísi húðlit eða gleraugu. Ekki vera með fordóma heldur prófaðu að kynnast innri manneskjunni. Kannski er Siggi ekki sem verstur.

 

Það er bannað að ráðast á minni máttar þú græðir ekkert á því, heldur verður bara með þetta á sálinni alla þína ævi.

 

Mín skoðun er sú að það þurfi ekki nema einn/eina til að skapa gleði, virðing er eitt af ljósinu í lífinu. Virðing er líka næstum því eins og hægri höndin á þér ef virðing væri ekki til staðar værir þú ekki með hægri hönd. Samvinna er líka mikilvæg, stöndum saman og notum þessi fallegu orð sem okkur eru gefin.

bottom of page