top of page

Jón Valur Björnsson

Sjoppu í Grafarholtið

 

Ég hef búið í Grafarholti öll mín skóla- og leikskólaár. Það þarf sjoppu í Grafarholtið vegna þess að það er engin búð nálægt sem er opin lengur en til kl. 21:00 og því þarf að fara í Grafarvoginn til að kaupa eitthvað eftir þann tíma.

 

Það voru einu sinni tvær sjoppur í hverfinu ein i Sæmundarskólamegin og hin Ingunnarskólamegin en þær fór á hausinn vegna þess að það fóru allir í Nóatún sem var opið allan sólarhringinn þá, en nú er það hætt og Krónan er kominn svo sjoppa mynd græða miklu meira.

 

Áður þá gátu krakkar sem ætluðu að kaupa sér nammi fyrir lítinn pening farið upp í sjoppu en geta það ekki lengur. Nú þurfa þeir mikinn pening fyrir ekki svo mikið nammi. Mér finnst líka að það þurfi að taka upp gamlar hefðir og byrja á því að leigja spólur eins og í gamla daga.

 

Burt sé frá nammi  þá er niðurstaðan sú að það þarf sjoppu hverfið. Það myndu líka allir græða á þvi og ég held að það séu allir sammála um það.

bottom of page