top of page

Árni Flóvent Vilbergsson

Stærri heimavöll fyrir íslenska landsliðið

 

Eins og margir sjá sem hafa fylgst með íslenska karlalandsliðinu hefur aðsóknin verið gríðarleg bæði á heimaleiki og útileiki. Þess vegna vil ég og margir á Íslandi byggja nýjan völl eða stækka Laugardalsvöll.

 

Síðastliðna mánuði hefur verið í umræðu að byggja við Laugardallsvöll og ein tillaga hefur komið frá KSÍ. Völlurinn mun taka 15.000 manns í sæti en hann tekur 9.000 eins og er. KSÍ hefur falið ráðgjafafyrirtæki að vinna við hagkvæmiskönnunar vegna hugsanlegs nýs vallar. Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSÍ segir að það þurfi fleiri í verkið ef nýr völlur verður byggður. Ísland er nú að fara á EM og búist er við mörgum Íslendingum að styðja við landsliðið okkar í Frakklandi.

 

Ég vil meina að ef stækkun verði á Laugardallsvelli þá muni miklu fleira fólk koma og taka þátt í að byggja upp stemmningu og landsliðið fær meiri stuðning. Einnig mun leikvöllurinn verða notaður fyrir íslenska kvennalandsliðið, og gott væri að búa til meiri stemmningu á þeim leikjum.

 

ÁFRAM ÍSLAND!

 

bottom of page