top of page

  Mikael Egill Ellertsson

Íþróttir í skólum

 

Íþróttir eru góðar fyrir heilsuna og þess vegna er gott að stunda

íþróttir og sund. Við í Sæmundarskóla erum í íþróttum tvo tíma í 40 mínútum í senn. Ég tel að það þurfi. Tveir tímar í viku er ekki nóg ég myndi vilja að lengja tíma og kannski að bæta einum tíma inn í.

 

Mörgum í skólanum finnast íþróttir skemmtilegar. Íþróttir er það skemmtilega sem ég geri í skólanum. Sumir tímar eru ekki jafn skemmtilegir og hinir út af því það er leiðinlegt fyrir sumum.

 

Hreyfing er eitt af því mikilvægasta sem þú hefur í lífinu, hreyfing er ekki bara skemmtileg heldur er hún nauðsynleg fyrir alla. Flestir krakkar er að æfa eitthvað. Það er sagt að offita sé mikil á Íslandi og það veldur ýmsum sjúkdómum.

 

Besta leiðin til að bæta heilsuna er að fá fleiri íþróttatíma á viku. Hreyfing hjálpar þér með svefn, sem er góður fyrir íþróttamenn og allt fólk. Fótbolti er eitt það vinsælasta í skólanum. Þess vegna þarf að laga völl í skólanum og setja nýjan fyrir þann gamla og stækka hann svo fleiri krakkar geta verið á honum.

 

Sund er allt í lagi en einni gallinn er þegar við þurfum að fara að keyra út í Mosó eða Grafarvoginn. Það tekur af tímanum okkar og við komum stundum of seint í næsta tíma. Þess vegna þarf að gera sundlaug hérna í Grafarholtinu. Það er mjög mikilvægt að læra sund samt og það er góð hreyfing það væri skemmtilegt ef við gerum einhverjar íþróttir t.d. handbolta, blak og skallatennis.

 

Farið að hreyfa ykkur meira eða byrja æfa einhverja íþrótt.

 

bottom of page