top of page

Jón Bjartur Heimisson

Einelti á Netinu

                                 

Á Íslandi eru framin 34-40 sjálfsmorð á hverju ári. Sum vegna þunglyndis sum vegna þess að eitthvað hræðilegt hefur gerst. Mér finnst að verstu tilvikin séu þegar það er vegna eineltis.

 

Einelti á netinu er eitthvað sem er að verða stærra og stærra, snjallsímar og snjalltæki eru mjög hjálpleg í mörgu en þau geta líka verið notuð til að særa fólk t.d. með því að skrifa særandi ummæli um viðkomandi, taka myndir eða myndband. Ask.fm og Kiwi eru síður sem þú getur skrifað eitthvað hræðilegt um einhvern nafnlaust og þess vegna eru þær síður verulega hættulegar. Á Instagram, Facebook, Snapchat, Twitter o.s.frv. er ekki hægt að skrifa nafnlaust en það er alveg hægt að leggja í einelti þótt það sé ekki nafnlaust.

 

Fyrir svona 3-4 árum gátu krakkar sem voru lagðir í einelti flúið heim frá gerendum en núna þegar það er komið á netið líka þá er ekki hægt að flýja þetta en gerendurnir eru oftast ekki vondir, þeir hafa kannski bara gengið í gegnum eitthvað erfitt, og ef þolandinn t.d. fremur sjálfsmorð ímyndaðu þér hvernig gerandanum líður.

 

Það verður að muna að allt sem er sett á netið verður á þar að eilífu.

bottom of page